Man Utd og Newcastle berjast um Sesko - Chelsea vill Simons og Garnacho - Nunez til Milan?
   sun 03. ágúst 2025 15:30
Brynjar Ingi Erluson
Partey á leið til Villarreal - Gerir tveggja ára samning
Mynd: EPA
Ganamaðurinn Thomas Partey hefur samþykkt að ganga í raðir Villarreal en hann gerir tveggja ára samning. Athletic segir frá þessu í dag.

Partey framlengdi ekki samning sinn við Arsenal og yfirgaf því félagið í síðasta mánuði.

Athletic segir Partey á leið aftur til Spánar en hann hefur samþykkt tveggja ára samning og hefur þegar staðist læknisskoðun hjá 'Gula kafbátnum'.

Villarreal mun spila í Meistaradeild Evrópu á komandi leiktíð og var það sem sannfærði hann um að ganga í raðir félagsins.

Umdeild styrking hins vegar hjá Villarreal, en hinn 32 ára gamli Partey hefur verið kærður fyrir að hafa nauðgað þremur konum frá 2021 til 2022. Partey neitar sök.

Ákærurnar trufla greinilega ekki Villarreal sem hefur ákveðið að landa honum, en þetta verður fjórða félagið sem hann spilar fyrir á ferlinum á eftir Atlético Madríd, þar sem hann varð Spánar- og Evrópudeildarmeistari, ásamt því að hafa spilað á láni hjá Almería og Mallorca.
Athugasemdir
banner
banner
banner