Man Utd og Newcastle berjast um Sesko - Chelsea vill Simons og Garnacho - Nunez til Milan?
   sun 03. ágúst 2025 21:44
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Risastór borði af Elíasi í stúkunni þegar hann lagði upp
Liðsfélagi Daníels og Kristals fékk kartöflur
Mynd: Aðsend
Daníel Leó Grétarsson var í byrjunarliði Sönderjyske sem vann Nordsjælland 3-2 í dönsku deildinni í dag.

Maxime Soulas kom Sonderjyske yfir en hann var valinn maður leiksins. Verðlaunin voru mjög óvenjuleg en hann fékk 55 kíló af kartöflum.

Kristall Máni Ingason sat allan tímann á bekknum hjá Sönderjyske sem er í 7. sæti með fjögur stig eftir þrjár umferðir.

Danijel Dejan Djuric kom inn á 76. mínútu þegar Istra tapaði 2-1 gegn Hajduk Split í fyrstu umferð króatísku deildarinnar. Logi Hrafn Róbertsson var ónotaður varamaður.

Elías Már Ómarsson var í byrjunarliði Meizhou Hakka í sínum fyrsta heimaleik fyrir kínverska liðið í 4-2 tapi gegn Shanghai Port í gær. Hann lagði upp fyrra mark liðsins.

Stuðningsmennirnir sýndu honum mikla ást og voru með risastóran borða í stúkunni með mynd af Elíasi á.


Athugasemdir
banner
banner
banner