Liðsfélagi Daníels og Kristals fékk kartöflur
Daníel Leó Grétarsson var í byrjunarliði Sönderjyske sem vann Nordsjælland 3-2 í dönsku deildinni í dag.
Maxime Soulas kom Sonderjyske yfir en hann var valinn maður leiksins. Verðlaunin voru mjög óvenjuleg en hann fékk 55 kíló af kartöflum.
Maxime Soulas kom Sonderjyske yfir en hann var valinn maður leiksins. Verðlaunin voru mjög óvenjuleg en hann fékk 55 kíló af kartöflum.
Kristall Máni Ingason sat allan tímann á bekknum hjá Sönderjyske sem er í 7. sæti með fjögur stig eftir þrjár umferðir.
Danijel Dejan Djuric kom inn á 76. mínútu þegar Istra tapaði 2-1 gegn Hajduk Split í fyrstu umferð króatísku deildarinnar. Logi Hrafn Róbertsson var ónotaður varamaður.
Elías Már Ómarsson var í byrjunarliði Meizhou Hakka í sínum fyrsta heimaleik fyrir kínverska liðið í 4-2 tapi gegn Shanghai Port í gær. Hann lagði upp fyrra mark liðsins.
Stuðningsmennirnir sýndu honum mikla ást og voru með risastóran borða í stúkunni með mynd af Elíasi á.
Athugasemdir