Ari Sigurpálsson nýtti tækifærið með Elfsborg sem vann 2-1 sigur á Häcken í sænsku úrvalsdeildinni í dag.
Ari og Júlíus Magnússon hafa báðir mátt þola mikla bekkjarsetu undanfarið.
Júlíus var áfram á bekknum í dag án þess að spila en Ari kom inn á í markalausri stöðu á 73. mínútu og þakkaði fyrir tækifærið með því að pota boltanum í netið tveimur mínútum síðar eftir skallasendingu úr teignum.
Leiknum lauk með 2-1 sigri Elfsborg sem er í 3. sæti deildarinnar með 35 stig, átta stigum frá toppnum.
1-0 IF Elfsborg! Ari Sigurpálsson petar in bollen i mål efter en Per Frick-nick ?????
— Sports on HBO Max ???????? (@sportshbomaxse) August 3, 2025
???? Se matchen på HBO Max och Kanal 5 pic.twitter.com/gBrHd9t1Rp
Gísli Eyjólfsson og Mikael Neville Anderson byrjuðu báðir er Djurgården og Halmstad skildu jöfn, 1-1. Mikael lék allan leikinn með Djurgården á meðan Gísli spilaði tæpar 70 mínútur með Halmstad.
Djurgården er í 7. sæti með 26 stig en Halmstad í 12. sæti með 18 stig.
Brynjar Ingi Bjarnason þreytti frumraun sína með Greuther Furth í fyrstu umferð þýsku B-deildarinnar í dag. Liðið vann Dynamo Dresden, 3-2, og lék Brynjar allan leikinn í vörninni.
Viðar Ari Jónsson, fyrrum samherji Brynjars hjá Ham/Kam, skoraði eina mark norska liðsins sem tapaði fyrir Bodö/Glimt, 3-1, í úrvalsdeildinni í Noregi. Viðar kom inn af bekknum á 62. mínútu og skoraði mínútu síðar.
Ham/Kam er í 14. sæti með 17 stig.
Athugasemdir