Heung-Min Son spilaði sinn síðasta leik fyrir Tottenham Hotspur er liðið gerði 1-1 jafntefli við Newcastle í æfingaleik HM-vellinum í Seoul í Suður-Kóreu í dag.
Suður-Kóreumaðurinn greindi frá því í gær að hann væri á förum frá félaginu eftir tíu ára dvöl.
Son kom til Tottenham frá Bayer Leverkusen árið 2015 og varð fljótlega einn af þeim bestu í deildinni.
Sóknarmaðurinn er á leið til LAFC í MLS-deildinni í Bandaríkjunum en hann lék kveðjuleik sinn með Tottenham gegn Newcastle í dag.
Leikmenn Newcastle og Tottenham þökkuðu Son fyrir framlag hans til enska boltans með því að standa heiðursvörð fyrir hann er honum var skipt af velli í síðari hálfleik. Fallegt hjá báðum liðum og enn fallegra að hann hafi kvatt fyrir framan fólkið í Suður-Kóreu.
Eins og áður kom fram lauk leiknum 1-1. Brennan Johnson skoraði mark Tottenham og fagnaði að hætti Son, en Harvey Barnes skoraði eina mark Newcastle.
Beautiful moment for Son as he is given a guard of honour while he walks off the pitch for what is likely to be the final time as a Spurs player ?????????? pic.twitter.com/yxptRltTvX
— Jay Harris (@jaydmharris) August 3, 2025
Athugasemdir