„Leikur tveggja hálfleika og vindurinn spilaði stóra rullu. Við gerðum vel á móti vindi samt og erum að fá færi en erum klaufar í markinu og eigum að koma í veg fyrir það." Segir Orri Sveinn Stefánsson sem bar fyrirliðaband Fylkis í dag eftir 1-1 jafntefli gegn KA.
Lestu um leikinn: Fylkir 1 - 1 KA
Markið sem Fylkir fékk á sig kom beint í kjölfarið á því að Pétur Bjarnason klúðraði góðu færi hinum meginn.
„Þetta er týpiskt. Leikurinn var endana á milli og þetta var svekkjandi en við náum að koma til baka og það var sterkt."
Fylkir endar því mótið í 9. sæti fyrir tvískiptinguna.
„Það er flott. Það þýðir að við fáum 3 heimaleiki og mér lýst vel á það. Við lítum á næstu fimm leiki sem stríð og við ætlum að gefa allt í þetta."
„Það spilar inn í að spila 3 heimaleiki. Það er líka gaman að skemma partyíð á útivelli. Fimm frábærir leikir framundan."
Mætingin var ekki upp á marga fiska í dag en aðeins rétt rúmlega 400 manns fóru í Lautarferð í dag.
„Er ekki fólk busy. Formúlan og enski og nóg að gera. Allir hinir leikirnir á sama tíma. Við verðum að peppa fólkið í hverfinu að fjölmenna á leikina.
Fylkismenn eru með smá andrými á fallsætin fyrir leikina í neðri hlutanum.
„Við höldum áfram. Við erum ekkert að horfa niður á við og erum bara að horfa upp. Við gefum allt í seinustu fimm leikina.
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
























