Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
   sun 03. september 2023 16:51
Kjartan Leifur Sigurðsson
Orri Sveinn: Formúlan og enski og nóg að gera
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Leikur tveggja hálfleika og vindurinn spilaði stóra rullu. Við gerðum vel á móti vindi samt og erum að fá færi en erum klaufar í markinu og eigum að koma í veg fyrir það." Segir Orri Sveinn Stefánsson sem bar fyrirliðaband Fylkis í dag eftir 1-1 jafntefli gegn KA.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  1 KA

Markið sem Fylkir fékk á sig kom beint í kjölfarið á því að Pétur Bjarnason klúðraði góðu færi hinum meginn.

„Þetta er týpiskt. Leikurinn var endana á milli og þetta var svekkjandi en við náum að koma til baka og það var sterkt."

Fylkir endar því mótið í 9. sæti fyrir tvískiptinguna.

„Það er flott. Það þýðir að við fáum 3 heimaleiki og mér lýst vel á það. Við lítum á næstu fimm leiki sem stríð og við ætlum að gefa allt í þetta."

„Það spilar inn í að spila 3 heimaleiki. Það er líka gaman að skemma partyíð á útivelli. Fimm frábærir leikir framundan."

Mætingin var ekki upp á marga fiska í dag en aðeins rétt rúmlega 400 manns fóru í Lautarferð í dag.

„Er ekki fólk busy. Formúlan og enski og nóg að gera. Allir hinir leikirnir á sama tíma. Við verðum að peppa fólkið í hverfinu að fjölmenna á leikina.

Fylkismenn eru með smá andrými á fallsætin fyrir leikina í neðri hlutanum.

„Við höldum áfram. Við erum ekkert að horfa niður á við og erum bara að horfa upp. Við gefum allt í seinustu fimm leikina.

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner