Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
   þri 03. september 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mögnuð launahækkun fyrir Toney
Ivan Toney.
Ivan Toney.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ivan Toney verður einn launahæsti fótboltamaðurinn frá Englandi eftir félagaskipti sín til Sádi-Arabíu í síðustu viku.

Þessi 28 ára gamli sóknarmaður gekk í raðir Al-Ahli frá Brentford eftir að hafa reynt að finna sér nýtt félag allan félagaskiptagluggann.

Toney mun fá vel borgað í Sádi-Arabíu en samkvæmt Telegraph mun hann fá um 500 þúsund í vikulaun eftir skatt. Til að fá slík laun á Bretlandseyjum þyrfti hann að vera með um 1 milljón punda í vikulaun.

Þetta er mögnuð launahækunn fyrir leikmann sem var með um 50 þúsund pund í vikulaun hjá Brentford.

Fyrsti leikur Toney með Al-Ahli verður gegn Cristiano Ronaldo og félögum í Al-Nassr eftir landsleikjahlé.
Athugasemdir
banner
banner
banner