Mason Greenwood hefur farið vel af stað með Marseille í Frakklandi en blaðamenn þar í landi hafa verið mjög hrifnir af frammistöðu hans.
Í október 2022 var Greenwood, sem er 22 ára í dag, ákærður fyrir nauðgun og heimilisofbeldi en málið var látið niður falla í febrúar í fyrra. Sönnunargögn málsins voru myndir, myndbönd og hljóðupptaka sem kærasta hans birti á Instagram, en málið var þrátt fyrir það látið falla niður.
Greenwood átti ekki afturkvæmt til Manchester United út af málinu en hann var seldur í sumar til Marseille í Frakklandi.
Hann hefur farið vel af stað þar og gengur einn blaðamaður svo langt að segja að hann sé besti leikmaður frönsku úrvalsdeildarinnar.
„Ef við horfum í gæðin þá er Greenwood besti leikmaður frönsku deildarinnar," segir Daniel Riolo hjá RMC Sport. „Við þekkjum öll sögu hans en ef við horfðum í það sem hefur gerst innan vallar, þá er það ótrúlegt."
Athugasemdir