Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 03. október 2019 14:52
Elvar Geir Magnússon
Marchisio leggur skóna á hilluna
Marchisio kveður.
Marchisio kveður.
Mynd: Getty Images
Claudio Marchisio, fyrrum miðjumaður Juventus og ítalska landsliðsins, hefur tilkynnt að skórnir séu komnir á hilluna.

Marchisio, sem er 33 ára, segir að ástríða sín fyrir því að spila sé ekki sú sama lengur og hann hafi því ákveðið að segja þetta gott.

Marchisio er borninn og barnfæddur í Tórínó og fór að æfa með Juventus þegar hann var sjö ára.

Hann lék alls 389 aðalliðsleiki fyrir uppeldisfélag sitt, skoraði 37 mörk, lagði upp 43 og fékk aðeins eitt rautt spjald.

Hann vann sjö ítalska meistaratitla milli 2012 og 2018 og komst í tvo úrslitaleiki í Meistaradeildinni. Hnémeiðsli voru að hrjá hann tvö síðustu ár ferilsins.

Marchisio gekk í raðir Zenit í Pétursborg en náði aðeins að leika fimmtán leiki fyrir rússneska liðið áður en samningi hans var rift í ágúst.

Hann lék 55 leiki fyrir Ítalíu og skoraði fimm mörk, lék á tveimur heimsmeistaramótum og hjálpaði liðinu að komast í úrslitaleik EM 2012.



Athugasemdir
banner
banner