Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 03. október 2022 15:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Klopp: Helduru að Cristiano Ronaldo sé fullur sjálfstrausts núna?
Cristiano Ronaldo
Cristiano Ronaldo
Mynd: EPA
Darwin Nunez
Darwin Nunez
Mynd: EPA
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag. Framundan er leikur Liverpool og Rangers í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. Liverpool hefur ekki tekist að finna formið sem liðið var í á síðasta tímabili og um helgina gerði liðið 3-3 jafntefli við Brighton.

„Heldur þú að Cristiano Ronaldo sé á þessari stundu fullur sjálfstrausts? Hann var í mjög langan tíma besti leikmaður heims og núna er þetta ekki að ganga fyrir hann," svaraði Klopp spurningu um sjálfstraust liðsins. Klopp vísar þar til þess að Cristiano Ronaldo var ónotaður varamaður hjá Manchester United um helgina og hefur einnig verið kallað eftir því að sá portúgalski verði ekki í byrjunarliði landsliðsins.

„Þetta gerist við alla. Lionel Messi lenti í þessu á síðasta tímabili. Þú verður að taka skref í rétta átt og þegar þú ert tilbúinn þá færðu sjálfstraustið aftur. Við verðum að vera þolinmóðir, gera réttu hlutina og þá verðum við í lagi. Við verðum klárlega að vera traustari og þéttari."

Darwin Nunez var á bekknum á laugardag þar til alveg í blálokin á leiknum. Klopp var spurður út í Nunez sem keyptur var til Liverpool frá Benfica á 64 milljónir punda í sumar.

„Hann er enn að aðlagast. Nýir leikmenn koma inn og allir tala um þá og vilja að þeir skíni um leið og það gerist inn á milli. Við ræddum saman lengi í gær og sögðum við hann að við værum alveg rólegir. Það er mjög mikilvægt að hann hafi ekki áhyggjur. Þetta þriggja leikja bann hjálpaði honum ekki að aðlagast, það er klárt."

„Liðið er ekki á flugi og það gerir þetta ekki auðveldara fyrir sóknarmenn, sérstaklega þá sem eru í því að klára færi. Það er ekki allt að smella saman hjá okkur,"
sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner