Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 03. október 2022 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Notast við VAR gegn Belgíu eða Portúgal
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Evrópska knattspyrnusambandið UEFA sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem greint er frá því að allir umspilsleikir fyrir HM kvenna munu fara fram með byltingarkennda VAR-dómgæslukerfinu.


HM kvenna fer fram á næsta ári og mætir Ísland annað hvort Belgíu eða Portúgal í umspilsleik um laust sæti á mótinu. Sá leikur fer fram 11. október en Belgía og Portúgal mætast í undanúrslitaleik næsta fimmtudag um hvort liðið spilar við Ísland í úrslitum.

VAR-kerfið var notað á EM í sumar þar sem Íslandi mistókst að komast upp úr riðli án þess þó að tapa einum einasta leik. Stelpurnar okkar gerðu jafntefli við Ítalíu, Frakkland og Belgíu og féllu úr leik með þrjú stig.

6. október:
16:00 Portúgal - Belgía
18:15 Wales - Bosnía 
18:35 Skotland - Austurríki

11. október:
??:?? Portúgal/Belgía - Ísland
??:?? Skotland/Austurríki - Írland
17:00 Sviss - Wales/Bosnía


Athugasemdir
banner
banner
banner