Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 03. október 2022 13:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Saga um að Haddi hafi verið fyrsti kostur Arnars - Dusan til Vals?
Hallgrímur Jónasson og Arnar Grétarsson.
Hallgrímur Jónasson og Arnar Grétarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dusan Brkovic.
Dusan Brkovic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er ljóst að Arnar Grétarsson mun fá nýtt þjálfarateymi með sér þegar hann tekur við Val.

Arnar mun taka við Val eftir tímabilið. Hann var látinn fara frá KA um daginn eftir að hann náði munnlegu samkomulagi við annað félag en það félag er Valur.

Þetta hefur verið mikið vonbrigðartímabil hjá Val en liðið er í fjórða sæti Bestu deildarinnar þegar úrslitakeppnin er að hefjast. Ólafur Jóhannesson tók við á miðju tímabili eftir að Heimir Guðjónsson var rekinn.

Fram kom í útvarpsþættinum Fótbolta.net um helgina að sú saga væri á kreiki að fyrsti kostur Arnars í aðstoðarþjálfarastöðuna hjá Val hefði verið Hallgrímur Jónasson.

Arnar og Hallgrímur hafa síðustu árin starfað saman hjá KA en Haddi var ráðinn þjálfari KA eftir að Arnar fór og er því ekki að fara í Val með honum.

„Ég er búinn að vinna vel með Arnari og við erum nánir. Ég er mjög þakklátur fyrir þennan tíma. Hann hefur kennt mér mikið," sagði Hallgrímur um Arnar í viðtali á dögunum.

„Ég heyrði sögu um það að efsti maður á blaði hjá Arnari hefði verið Haddi. Hann hefði helst viljað taka hann með sér. Þeir hafa unnið mjög vel saman," sagði Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum.

„Ég held að Haddi sé einn af okkar efnilegustu þjálfurum," sagði Benedikt Bóas Hinriksson.

„Það er spurning hvernig þjálfarateymi Arnars verður," sagði Elvar Geir.

Arnar sagður vilja fá Dusan
Einnig var sú saga nefnd að Arnar vildi fá Dusan Brkovic með sér til Vals. Serbneski miðvörðurinn hefur verið einn besti varnarmaður Bestu deildarinnar síðustu tvö árin en hann er áfram samningsbundinn KA.

„Það er erfitt að sjá þá sleppa honum. Auðvitað reynir Arnar að taka Dusan með," sagði Elvar Geir.

„Mér finnst hann gríðarlega góður. Ég sé hann fyrir mér mynda gott miðvarðapar með Hólmari (Erni Eyjólfssyni)," sagði Benedikt Bóas.

Hægt er að hlusta á allan útvarpsþáttinn hér fyrir neðan.
Útvarpsþátturinn - Ísland, DKÓ, Besta og enski
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner