Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   sun 03. nóvember 2024 19:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ásdís Karen innsiglaði sigur Lilleström - Emilía tapaði í toppslag
Mynd: Aðsend

Ásdís Karen Halldórsdóttir skoraði í sigri Lilleström í norsku deildinni og Selma Sól Magnúsdóttir var í sigurliði Rosenborg gegn Asane.


Lilleström lenti undir gegn Kolbotn á útivelli en náði að svara með þremur mörkum. Ásdís Karen innsiglaði 3-1 sigur með marki undir lok leiksins. Selma Sól lék allan leikinn í 1-0 sigri Rosenborg. Rosenborg er í 3. sæti meeð 43 stig eftir 25 umferðir en Liilleström er aðeins stigi á eftir í 4. sæti.

Hildur Antonsdóttir spilaði síðasta stundafjórðunginn í 2-2 jafntefli Madrid C gegn Real Sociedad. Liðið er í 12. sæti með sjö stig eftir átta umferðir.

Emilía Kiær Ásgeirsdóttir lék allan leikinn þegar Nordsjælland tapaði 2-1 gegn Fortuna Hjörring í dönsku deildinni. Fortuna Hjörring komst upp fyrir Nordsjælland á topp deildarinnar en liðin eru jöfn að stigum með 27 stig eftir 11 umferðir.

Alexandra Jóhannsdóttir var ekki með Fiorentina í öðrum leiknum í röð þegar liðið mætti Íslendingaliði Inter. Cecilía Rán Rúnarsdóttir var í markinu hjá Inter en Fiorentina vann 2-1. Fiorentina er í 2. sæti með 21 stig eftir átta umferðir en Inter er í 3. sæti með 15 stig.

Sigdís Eva Bárðardóttir kom inn á sem varamaður í 1-0 tapi Norrköping gegn Pitea í sænsku deildinni. Norrköpiing er í 5. sæti með 38 stig eftir 25 umferðir.


Athugasemdir
banner
banner