Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
   sun 03. nóvember 2024 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Guardiola: Þeir voru betri en við
Man City hefur unnið ensku úrvalsdeildina sex sinnum á síðustu sjö árum undir stjórn Guardiola.
Man City hefur unnið ensku úrvalsdeildina sex sinnum á síðustu sjö árum undir stjórn Guardiola.
Mynd: EPA
Manchester City tapaði sínum fyrsta deildarleik á tímabilinu þegar liðið heimsótti Bournemouth í gær.

Spænsku þjálfararnir Pep Guardiola og Andoni Iraola tókust þar á og hafði Iraola betur þar sem Bournemouth skóp sögulegan sigur gegn ríkjandi Englandsmeisturum eftir að hafa lagt Arsenal að velli í síðasta heimaleik fyrir þennan.

Bournemouth komst í tveggja marka forystu og vann að lokum 2-1 gegn Erling Haaland og félögum.

„Þeir voru betri en við í dag og við réðum ekki við þá. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Þetta var opið og skemmtilegt en að lokum þá tókst okkur ekki að jafna þrátt fyrir góð færi. Ég vil óska Bournemouth til hamingju með þennan sigur," sagði Guardiola að leikslokum.

Þetta er afar svekkjandi tap fyrir Man City sem er núna í öðru sæti úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum á eftir Liverpool. Bournemouth er í efri hlutanum.

Þetta var fyrsti tapleikur Man City í ensku úrvalsdeildinni síðan í desember í fyrra.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner