Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
banner
   þri 03. desember 2019 17:30
Elvar Geir Magnússon
Terry snýr aftur á Brúnna - „Verður toppstjóri"
Frank Lampard og John Terry mætast annað kvöld þegar Chelsea tekur á móti Aston Villa.

Þeir voru samherjar á miklum velgengnisárum hjá Chelsea en Lampard er stjóri Chelsea í dag en Terry er aðstoðarstjóri Aston Villa.

„Ég ber mikla virðingu fyrir honum. Hann er besti fyrirliði sem félagið hefur átt og mun fá verðskuldaðar móttökur frá stuðningsmönnum Chelsea," segir Lampard um vin sinn.

„Það verður ánægjulegt að sjá andlit hans aftur á Brúnni. Við spjölluðum saman í síðustu viku og heyrumst reglulega. En við erum á fullu í okkar vinnu."

Dean Smith, stjóri Aston Villa, segir að John Terry sé gríðarlega mikilvægur í sínu starfi.

„Hann hefur komið með öðruvísi hluti inn í þjálfarateymið. Ég elska að vinna með JT. Hann er að verða betri og betri þjálfari. Hann hefur mikið að segja og vill hafa áhrif. Hann verður frábær stjóri," segir Smith.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 13 9 3 1 25 7 +18 30
2 Man City 13 8 1 4 27 12 +15 25
3 Chelsea 13 7 3 3 24 12 +12 24
4 Aston Villa 13 7 3 3 16 11 +5 24
5 Brighton 13 6 4 3 21 16 +5 22
6 Sunderland 13 6 4 3 17 13 +4 22
7 Man Utd 13 6 3 4 21 20 +1 21
8 Liverpool 13 7 0 6 20 20 0 21
9 Crystal Palace 13 5 5 3 17 11 +6 20
10 Brentford 13 6 1 6 21 20 +1 19
11 Bournemouth 13 5 4 4 21 23 -2 19
12 Tottenham 13 5 3 5 21 16 +5 18
13 Newcastle 13 5 3 5 17 16 +1 18
14 Everton 13 5 3 5 14 17 -3 18
15 Fulham 13 5 2 6 15 17 -2 17
16 Nott. Forest 13 3 3 7 13 22 -9 12
17 West Ham 13 3 2 8 15 27 -12 11
18 Leeds 13 3 2 8 13 25 -12 11
19 Burnley 13 3 1 9 15 27 -12 10
20 Wolves 13 0 2 11 7 28 -21 2
Athugasemdir
banner