Rodrygo orðaður við Arsenal - Wirtz velur milli Bayern og Liverpool - Barcelona vill Díaz
   lau 03. desember 2022 18:36
Brynjar Ingi Erluson
Fjórtán þúsund manns sáu Sveindísi og stöllur hennar vinna stórsigur
Kvenaboltinn
Mynd: EPA
Þýska meistaraliðið Wolfsburg vann Eintracht Frankfurt, 5-0, í þýsku deildinni í dag og er því með fimma stiga forystu á toppnum.

Íslenska landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir byrjaði á tréverkinu hjá Wolfsburg, en kom inná í hálfleik og gerði vel.

Wolfsburg var þremur mörkum yfir í hálfleik þökk sé tveimur mörkum frá Jill Roord og einu frá Ewu Pajor.

Roord fullkomnaði þrennu sína snemma í síðari hálfleiknum áður en Frankfurt gerði sjálfsmark undir lokin.

Stemningin var rafmögnuð á heimavelli Wolfsburg en fjórtán þúsund manns mættu á völlinn.

Wolfsburg er á toppnum með 27 stig, fimm stigum meira en Bayern München.
Athugasemdir
banner