lau 03. desember 2022 12:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stones: Kane alveg jafn góður og Haaland
Harry Kane hér lengst til hægri
Harry Kane hér lengst til hægri
Mynd: EPA

John Stones varnarmaður enska landsliðsins bar saman framherjana Harry Kane og Erling Haaland. Hann hefur spilað með Kane í landsliðinu og Haaland hjá City á þessari leiktíð.


Haaland hefur komið inn í ensku deildina af ótrúlegum krafti en hann er með 18 mörk í 13 leikjum en Stones var spurður hvort Kane væri mögulega jafn góður.

„Klárlega, Haaland er nýr í deildinni og Harry hefur verið að spila í henni. Þeir eru báðir frábærir leikmenn, stórkostlegir á sinn hátt. Það hefur alltaf verið geggjað að spila með Kane," sagði Stones.

„Það eru hlutir með Kane sem er ekki talað um. Staðsetning, hættan í hornum sem við varnarmenn berum mikla virðingu fyrir, hann er frábær leiðtogi og manneskja, það getur vegið þyngra en margt annað. Hann er magnaður liðsmaður og ég er viss um að hann skori fljótlega."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner