Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   sun 03. desember 2023 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Sektaður fyrir að nota stæðiskort látinnar manneskju - Fékk það frá 'einhverjum á Old Trafford'
Ravel Morrison
Ravel Morrison
Mynd: Getty Images
Sir Alex Ferguson sagði Ravel Morrison þann hæfileikaríkasta sem hann hefur þjálfað á ferlinum
Sir Alex Ferguson sagði Ravel Morrison þann hæfileikaríkasta sem hann hefur þjálfað á ferlinum
Mynd: Getty Images
Ravel Morrison, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur verið sektaður fyrir siðlaust brot á Englandi.

Eitt sinn sagði Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri félagsins, að Morrison væri sá hæfileikaríkasti sem hann hefur augum barið.

Morrison tókst aldrei að slíta sig lausan frá slæmum félagsskap og voru það yfirleitt ákvarðanir utan vallar sem komu í veg fyrir að hann myndi ná þeim hæðum sem honum var spáð.

Miðjumaðurinn hefur flakkað um allan heim í von um að koma ferlinum af stað. Hann er á mála hjá D.C. United í Bandaríkjunum, en var ekki valinn í hópinn fyrir þetta tímabil.

Þá hefur hann spilað með landsliði Jamaíku, undir leiðsögn Heimis Hallgrímssonar. Síðasti leikur hans var í mars á þessu ári, en eðlilega hefur hann ekki verið valinn síðan þar sem hann hefur ekkert spilað með D.C. United.

Hann er hins vegar enn að koma sér í vandræði utan vallar. Á dögunum játaði hann sig sekan um að nota stæðiskort fyrir hreyfihamlaða á Audi S3 bifreið sinni.

Tilkynning barst lögreglu í maí um að maður væri að nota stæðiskortið og var málið því rannsakað frekar. Stæðiskortið er gjaldfrjálst og er gert til að hreyfihamlaðir fái einnig greiðari leið að helstu þjónustu.

Starfsmenn umferðarstofu Bretlandseyja skoða bíla reglulega til að athuga hvort öll leyfi séu fyrir hendi, en þegar stæðiskort Morrison var skoðað kom í ljós að eigandi þess var fallinn frá og kortið því útrunnið.

Morrison var sektaður og bíll hans dregin, en hann sótt bílinn samdægurs. Við yfirheyrslu var Morrison spurður hvar hann hefði fengið kortið og kom þar í ljós að hann 'einhver á Old Trafford' hafði selt honum það á 50 pund. Ekki góðar fréttir fyrir United sem þarf líklega að svara fyrir þetta.

Þegar Morrison mætti fyrir dómstól var hann sektaður aftur um 1000 þúsund pund, auk þess sem hann borgaði sérstakan kostnað fórnarlambs og málskostnað.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner