Brunaútsala hjá Man Utd - Greenwood ætlar að hafna Barcelona - Chelsea reyndi að fá Nunez fyrir tímabilið
banner
   sun 03. desember 2023 18:11
Brynjar Ingi Erluson
Verðandi lærisveinar Óskars björguðu sér frá falli - Þrjú íslensk mörk í lokaumferðinni
Ísak Snær skoraði tvö í lokaumferðinni
Ísak Snær skoraði tvö í lokaumferðinni
Mynd: KSÍ
Óskar Hrafn mun þjálfa Haugesund í efstu deild
Óskar Hrafn mun þjálfa Haugesund í efstu deild
Mynd: Haugesund
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Verðandi lærisveinar Óskars Hrafns Þorvaldssonar í Haugesund björguðu sér frá falli í lokaumferð norsku úrvalsdeildarinnar með því að vinna Stabæk örugglega, 3-0.

Óskar Hrafn tekur við Haugesund eftir þetta tímabil en spennan var svakaleg fyrir lokaumferðina og ljóst að liðið þurfti að ná í sigur til að gulltryggja sæti sitt.

Útlitið var ekkert frábært þegar fimmtán mínútur voru eftir. Staðan var markalaus, en þá tók varamaðurinn Bilal Njie málin í sínar hendur og skoraði þrennu.

Haugesund hafnaði því í 12. sæti deildarinnar með 33 stig og spilar í deild þeirra bestu á næsta ári.

Ísak Snær Þorvaldsson skoraði tvö mörk í 5-1 sigri Rosenborg á Viking. Fyrra markið gerði hann með skalla og það síðara með laglegri afgreiðslu. Ágætis endir hjá Mosfellingnum sem gerði 7 mörk í 21 leik á þessu tímabili. Rosenborg hafnaði í 9. sæti með 39 stig, en Patrik Sigurður Gunnarsson, sem stóð í marki Viking í dag, hafnaði í 4. sæti með 58 stig.

Viðar Ari Jónsson skoraði eina mark Ham/Kam í 1-1 jafnteflinu gegn Molde. Viðar skoraði af stuttu færi, hans fyrsta mark fyrir félagið.

Viðar og Brynjar Ingi BJarnason spiluðu allan leikinn fyrir Ham/Kam sem hafnaði í 11. sæti með 34 stig.

Ari Leifsson og Logi Tómasson kláruðu tímabilið með Strömgodset með stæl, með því að vinna 3-0 sigur á Brann. Logi átti átt í fyrsta mark Strömgodset er hann kom með fínustu fyrirgjöf inn í teiginn og endaði það síðan með sjálfsmarki gestanna.

Ari spilaði allan leikinn í vörninni en Logi fór af velli þegar fimmtán mínútur voru eftir. Strömsgodset hafnaði í 7. sæti með 42 stig.

Þá er ljóst að Vålerenga fer í umspil um að halda sæti sínu í deildinni en liðið mætir Brynjólfi Andersen Willumssyni og hans mönnum í Kristiansund.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner