Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 04. janúar 2020 23:21
Brynjar Ingi Erluson
Kjarnafæðismótið: DalvíK/Reynir á toppinn
Dalvík/Reynir hefur unnið tvo og gert eitt jafntefli í Kjarnafæðismótinu
Dalvík/Reynir hefur unnið tvo og gert eitt jafntefli í Kjarnafæðismótinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dalvík/Reynir 2 - 1 Völsungur
1-0 Gunnlaugur Bjarnar Baldursson ('27 )
2-0 Jón Heiðar Magnússon ('62 )
2-1 Ásgeir Kristjánsson ('85 )
Rautt spjald: Óskar Ásgeirsson ('81, Völsungur )

Dalvík/Reynir er komið á toppinn í A-deild Kjarnafæðismótsins eftir 2-1 sigur á Völsungi í Boganum í kvöld.

Gunnlaugur Bjarnar Baldursson kom Dalvík/Reyni yfir á 27. mínútu með góðu skoti áður en Jón Heiðar Magnússon tvöfaldaði forystuna á 62. mínútu áður en Óskar Ásgeirsson fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á 81. mínútu.

Völsungur lék manni færri síðustu tíu mínúturnar en þrátt fyrir það náði liðið að minnka muninn á 85. mínútu og var þar á ferðinni Ásgeir Kristjánsson.

Dalvík/Reynir náði þó að halda út og 2-1 sigur staðreynd en liðið er með 7 stig á toppnum eftir fyrstu þrjá leikina.
Athugasemdir
banner
banner