Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 04. febrúar 2023 17:33
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Villarreal skellt af botnliðinu
Mynd: EPA

Tveimur fyrstu leikjum dagsins er lokið í spænska boltanum þar sem gríðarlega óvænt úrslit litu dagsins ljós þegar botnlið Elche tók á móti Villarreal, sem er í baráttu um Meistaradeildarsæti.


Elche sýndi flotta frammistöðu og skoraði Pere Milla þrennu í fræknum sigri. Milla kom sínum mönnum í forystu strax á þriðju mínútu en Gerard Moreno jafnaði fyrir gestina.

Undir lok fyrri hálfleiks, sem hafði verið jafn, fengu heimamenn dæmda vítaspyrnu og skoraði Milla af vítapunktinum. Hann fullkomnaði svo þrennuna sína í upphafi síðari hálfleiks, þegar var aftur komið að því að stíga á vítapunktinn.

Staðan var því orðin 3-1 þegar Milla var tekinn útaf og Villarreal gerði þrefalda skiptingu, sem virkaði engan veginn. Lokatölur urðu 3-1 og er Elche komið með 9 stig eftir 20 umferðir - ellefu stigum frá öruggu sæti í deildinni. Botnliðið komst nálægt því að bæta fjórða markinu við í síðari hálfleik.

Villarreal er í fimmta sæti, þremur stigum frá Meistaradeildarsæti, eftir annan tapleikinn í röð.

Fyrr í dag gerðu Espanyol og Osasuna 1-1 jafntefli. Það er flott stig fyrir fallbaráttulið Espanyol en svekkjandi fyrir Osasuna sem gat komist uppfyrir Villarreal á stöðutöflunni með sigri í dag.

Martin Braithwaite gerði verðskuldað jöfnunarmark Espanyol í síðari hálfleik.

Elche 3 - 1 Villarreal
1-0 Pere Milla ('3 )
1-1 Gerard Moreno ('22 )
2-1 Pere Milla ('45 , víti)
3-1 Pere Milla ('52 , víti)

Espanyol 1 - 1 Osasuna
0-1 Ante Budimir ('45 )
1-1 Martin Braithwaite ('59 )
Rautt spjald: Pierre-Gabriel, Espanyol ('45)
Rautt spjald: Abdessamad Ezzalzouli, Osasuna ('45)


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 31 24 6 1 67 20 +47 78
2 Barcelona 31 21 7 3 62 34 +28 70
3 Girona 31 20 5 6 63 39 +24 65
4 Atletico Madrid 31 19 4 8 59 36 +23 61
5 Athletic 31 16 9 6 51 29 +22 57
6 Real Sociedad 31 13 11 7 45 33 +12 50
7 Valencia 31 13 8 10 34 32 +2 47
8 Betis 31 11 12 8 38 37 +1 45
9 Getafe 31 9 12 10 37 43 -6 39
10 Villarreal 31 10 9 12 49 54 -5 39
11 Osasuna 31 11 6 14 36 44 -8 39
12 Las Palmas 31 10 7 14 29 35 -6 37
13 Sevilla 31 8 10 13 39 44 -5 34
14 Alaves 31 8 8 15 26 38 -12 32
15 Mallorca 31 6 13 12 25 36 -11 31
16 Vallecano 31 6 13 12 25 38 -13 31
17 Celta 31 6 10 15 33 46 -13 28
18 Cadiz 31 4 13 14 21 41 -20 25
19 Granada CF 31 3 8 20 32 60 -28 17
20 Almeria 31 1 11 19 30 62 -32 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner