Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 04. febrúar 2023 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Trapp framlengir við Frankfurt
Mynd: EPA
Kevin Trapp, markvörður Eintracht Frankfurt, framlengdi í gær samning sinn við félagið til 2026.

Trapp er 32 ára gamall og er hluti af þýska landsliðinu en hann fór með liðinu á HM í Katar undir lok síðasta árs.

Hann hefur verið fastamaður í marki Frankfurt síðustu fimm ár en hann hefur einnig leikið með Paris Saint-Germain og Kaiserslautern.

Markvörðurinn var orðaður við Bayern München í byrjun mánaðarins eftir að Manuel Neuer meiddist í skíðaslysi en Bayern ákvað að taka Yann Sommer í staðinn.

Trapp hefur nú framlengt samning sinn við Frankfurt til næstu þriggja ára en tíðindin voru staðfest á heimasíðu félagsins.

Trapp á 6 landsleiki fyrir Þýskaland og yfir 200 leiki í efstu deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner