Búast við að De Bruyne skrifi undir - Chelsea vill kaupa Trafford - Thiago spilandi aðstoðarþjálfari Barca - PSG býður 100 milljónir fyrir...
   lau 04. febrúar 2023 13:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Varane: Líður eins og ég sé að kafna
Mynd: EPA

Raphael Varane varnarmaður Manchester United lagði landsliðsskóna á hilluna á dögunum en hann segir álag helsta ástæðan fyrir því.


Varane lék 93 landsleiki fyrir hönd Frakklands en hann vann HM með liðinu árið 2018 og var í liðinu sem tapaði úrslitaleiknum gegn Argentínu í Katar á síðasta ári.

„Ég gaf allt í þetta, líkamlega og andlega. Á hæsta stigi er þetta eins og þvottavél, þú spilar alltaf og hættir aldrei. Við erum með ofhlaðið leikjaplan og spilum stanslaust. Akkúrat núna líður mér eins og ég sé að kafna og leikmaðurinn er er að gúffa í sig manneskjuna," sagði Varane.

Erik ten Hag stjóri United var ánægður með ákvörðun Varane.

„Ég tel að þetta séu góðar fréttir fyrir United. Það er magnað hvað hann hefur afrekað með þjóð sinni, hann á skilið að fá mikla virðingu. Ég er ánægður með að hann lætur allan sinn kraft og reynslu í okkar lið," segir Ten Hag.


Athugasemdir
banner
banner