banner
   mið 04. mars 2020 21:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dregið í 8-liða úrslit: Mourinho gæti mætt Man Utd
Mourinho er fyrrum stjóri Manchester United.
Mourinho er fyrrum stjóri Manchester United.
Mynd: Getty Images
Búið er að draga í 8-liða úrslit enska bikarsins þó að enn sé í gangi leikur Tottenham og Norwich, og einn leikur eigi eftir að fara fram annað kvöld.

Stærsta viðureignin er líklega möguleg viðureign Tottenham og Manchester United. Til þess að það gerist hins vegar þá þarf Tottenham að vinna Norwich í leik sem er núna í gangi og Man Utd þarf að vinna Derby á morgun.

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, er fyrrum stjóri Manchester United.

Sheffield United tekur á móti Arsenal, Newcastle fær ríkjandi meistara Man City í heimsókn og liðin í þriðja og fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar, Leicester og Chelsea, mætast.

8-liða úrslitin:
Sheffield United - Arsenal
Newcastle - Man City
Tottenham/Norwich - Derby/Man Utd
Chelsea - Leicester
Athugasemdir
banner
banner