Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   mið 04. mars 2020 13:33
Miðjan
Garðar Örn talar um skítaheim: Sleikjuháttur hjá UEFA og FIFA
Garðar Örn Hinriksson.
Garðar Örn Hinriksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var draumurinn að verða FIFA-dómari en þessi draumur fjaraði hægt og rólega út vegna þess að þetta er algjör skítaheimur," segir fyrrum dómarinn Garðar Örn Hinriksson í viðtali í Miðjunni á Fótbolta.net í dag.

Garðar gerir þar upp langan feril sinn sem dómari en hann var í nokkur ár FIFA dómari. Hann segir að það að vera FIFA dómari snúist lítið um frammistöðuna inn á vellinum.

„Þetta snýst ekkert um það hvernig þetta þú stendur þig innan vallar. Þetta snýst að stærstum hluta um það hvernig þú stendur þig utan vallar. Ég myndi segja að þetta sé svona 80% hvernig þú stendur þig utan vallar og 20% innan vallar. Þetta er voðalegur sleikjuháttur hjá UEFA og FIFA. Ef þú ert ekki að strjúka hinum og þessum þá getur þú 'go and fuck yourself," sagði Garðar.

Garðar segist ekki hafa tekið þátt í að sleikja rassgöt á eftirlitsdómurum til að fá betri einkunnir. „Ég get það ekki. Ég hugsaði það en ég get það ekki. Ef menn geta ekki dæmt mig af mínum gjörðum innan vallar þá geta menn farið í rassgat. Ég á nokkra leiki sem ég veit að ég stóð mig rosalega vel en einkunnagjöfin var ekki eftir því."

„Ég var ekki að taka eftirlitsdómarann á eintal eða senda honum póstkort. Það er ekki ég."

Garðar segir að einnig hafi verið litið niður á íslenska dómara hjá UEFA. „Á þessum tíma var litið á okkur sem sveitamenn og komið fram við okkur eftir því," sagði Garðar.

Garðar segir að Geir Þorsteinsson, þáverandi formaður KSÍ, hafi ekki hjálpað íslenskum dómurum þegar hann var í nefnd UEFA, annað en margir aðrir kollegar hans. „Hversu oft sástu sama manninn gera upp á bak í meistara og Evrópudeildinni en svo dæmdi hann aftur í næstu umferð? Þá kom hann annað hvort frá stóru landi eða átti mann í nefndinni," sagði Garðar.

Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni en þar talar Garðar einnig um íslenska eftirlitsmenn og pirring í þeirra garð á köflum.
Miðjan - Rauði Baróninn á mannamáli
Athugasemdir
banner
banner
banner