Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 04. mars 2020 20:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn: Endurkoma í boði Hilmars Árna
Hilmar Árni skoraði tvö gegn Val.
Hilmar Árni skoraði tvö gegn Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 2 - 2 Valur
0-1 Einar Karl Ingvarsson ('13)
0-2 Sigurður Egill Lárusson ('44)
1-2 Hilmar Árni Halldórsson ('77)
2-2 Hilmar Árni Halldórsson ('81)

Hilmar Árni Halldórsson skoraði tvö mörk með stuttu millibili þegar Stjarnan kom til baka og náði jafntefli gegn Val í Lengjubikar karla á Samsung vellinum.

Valur náði forystunni á 13. mínútu þegar Einar Karl Ingvarsson skoraði. Ekki batnaði útlitið fyrir Stjörnuna þegar Sigurður Egill Lárusson skoraði rétt fyrir leikhlé og tvöfaldaði forystu Valsmanna.

Staðan var 2-0 alveg fram á 77. mínútu, en þá tókst Hilmari Árna Halldórssyni að skora. Hilmar Árni var ekki hættur því hann jafnaði metin fjórum mínútum síðar.

Þar við sat, ekki voru fleiri mörk skoruð. Loktölur 2-2 og fá bæði lið eitt stig úr þessari viðureign.

Valur er á toppi Riðils 4 með sjö stig eftir fjóra leiki. Stjarnan er í fjórða sæti með fjögur stig eftir þrjá leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner