Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 04. mars 2024 13:21
Elvar Geir Magnússon
Vestri kynnir Eskelinen (Staðfest) - Kemur til landsins í vikunni
Eskelinen í leik með AGF
Eskelinen í leik með AGF
Mynd: Getty Images
Vestri á Ísafirði hefur staðfest að félagið sé búið að semja við sænska markvörðinn William Eskelinen.

„William er stór og reynslumikill markvörður og hefur hann meðal annars leikið í efstu deildum Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur. Á síðasta tímabili var William aðalmarkvörður Örebro í Superettan í Svíþjóð. William er væntanlegur til landsins í vikunni og er spenntur að hefja undirbúning fyrir komandi tímabil. Við bjóðum William velkominn og hlökkum til að sjá hann í Vestra treyjunni," segir í tilkynningu félagsins.

Fótbolti.net hafði greint frá því fyrr í dag að Vestri væri að landa Eskelinen sem er 27 ára og hefur verið aðalmarkvörður Örebro í sænsku B-deildinni undanfarin tvö ár. Hann er 1,91 metri á hæð.

Hann var áður meðal annars hjá AGF og Sundvall og þá á hann tvo leiki fyrir yngri landslið Svía á ferilskrá sinni, með U17 og U19.

Vestri er nýliði í Bestu deildinni en hér að neðan má sjá hvað félagið hefur verið að gera á félagaskiptamarkaðnum síðan liðið tryggði sér sæti í deild þeirra bestu.

Vestri

Komnir
William Eskelinen frá Örebro
Andri Rúnar Bjarnason frá Val
Jeppe Gertsen frá Danmörku
Pétur Bjarnason frá Fylki
Friðrik Þórir Hjaltason frá KFK

Farnir
Deniz Yaldir til Svíþjóðar
Rafael Broetto
Mikkel Jakobsen
Grímur Andri Magnússon
Iker Hernandez Ezquerro til Spánar
Athugasemdir
banner
banner
banner