Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
   þri 30. desember 2025 18:44
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið kvöldsins: Níu breytingar á Brúnni
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Newcastle
Mynd: West Ham
Mynd: EPA
Mynd: Brighton
Fjórir leikir hefjast á sama tíma í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þar sem áhugaverðasti slagurinn fer fram á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea.

Sterkt lið Chelsea tekur þar á móti afar áhugaverðu liði Bournemouth sem hefur ekki átt nægilega góðu gengi að fagna að undanförnu.

Enzo Maresca þjálfari Chelsea gerir hvorki meira né minna en fimm breytingar frá tapi gegn Aston Villa um síðustu helgi. Marc Cucurella er ekki í hóp vegna meiðsla og sest Reece James á bekkinn ásamt Benoit Badiashile, Pedro Neto og Joao Pedro.

Josh Acheampong, Malo Gusto, Wesley Fofana, Estevao og Liam Delap koma inn í byrjunarliðið. Alejandro Garnacho og Cole Palmer halda byrjunarliðssætum sínum í sóknarlínunni.

Andoni Iraola gerir fjórar breytingar á byrjunarliði Bournemouth sem steinlá gegn Brentford. Antoine Semenyo, sem er líklega á leið til Manchester City á næstu vikum, heldur sínu sæti í byrjunarliðinu.

James Hill, David Brooks, Justin Kluivert og Evanilson koma inn í byrjunarliðið í staðinn fyrir Adam Smith, Bafode Diakite, Eli Junior Kroupi og Lewis Cook sem setjast allir á bekkinn nema sá síðastnefndi.

Chelsea þarf á sigri að halda eftir tap í síðustu umferð og getur jafnað Englandsmeistara Liverpool á stigum í fjórða sæti með sigri. Bournemouth þarf einnig á sigri að halda í tilraun til að koma sér upp í efri hluta stöðutöflunnar.

Nottingham Forest virðist vera búið að finna fínan takt undir stjórn Sean Dyche og tekur á móti Everton í hörkuslag. Dyche og kollegi hans við stjórnvölinn hjá Everton gera í heildina fimm breytingar á byrjunarliðunum frá síðustu helgi.

Dyche gerir tvær breytingar þar sem Nicolás Domínguez og Oleksandr Zinchenko koma inn í byrjunarlið Forest í stað Douglas Luiz og Nicoló Savona, á meðan Moyes gerir þrjár breytingar. Merlin Rohl, Thierno Barry og Nathan Patterson koma inn í byrjunarliðið hjá Everton fyrir Charlie Alcaraz, Michael Keane og Beto.

Beto sest á bekkinn en Alcaraz og Keane eru ekki með í hóp, líklegast vegna meiðsla eða veikinda.

Nýliðar Burnley gera þrjár breytingar frá jafntefli gegn Everton um síðustu helgi þar sem Maxime Estéve er snúinn aftur eftir meiðsli. Florentino Luís kemur inn í byrjunarliðið fyrir Josh Cullen sem meiddist um helgina og Loum Tchaouna tekur sæti Jacob Bruun Larsen í sóknarlínunni.

Eddie Howe gerir fjórar breytingar á liði Newcastle sem tapaði á Old Trafford í síðustu umferð. Þar fær Yoane Wissa sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliðinu í úrvalsdeildinni og kemur inn fyrir Nick Woltemade.

Wissa kemur inn í sóknarlínuna ásamt Harvey Barnes og þá fær Joelinton á miðjuna. Nafnarnir Jacob Ramsey og Murphy setjast á bekkinn ásamt Woltemade. Nick Pope er þá kominn aftur eftir meiðsli og tekur byrjunarliðssætið af Aaron Ramsdale.

Að lokum gera Graham Potter og Fabian Hürzeler fimm breytingar á sínum byrjunarliðum. Potter gerir aðeins eina breytingu á liði West Ham á meðan Hürzeler skiptir fjórum mönnum út.

Callum Wilson tekur sæti Crysencio Summerville í byrjunarliði Hamranna eftir naumt tap í Lundúnaslag gegn Fulham.

Hürzeler setur Yankuba Minteh, Danny Welbeck, Joel Veltman og James Milner alla inn í byrjunarliðið eftir tap gegn Arsenal um helgina.

Chelsea: Sanchez, Acheampong, Chalobah, Fofana, Gusto, Caicedo, Enzo, Estevao, Palmer, Garnacho, Delap.
Varamenn: Jorgensen, Badiashile, Tosin, James, Santos, Buonanotte, Gittens, Neto, Pedro.

Bournemouth: Petrovic; Smith, Hill, Senesi, Truffert; Brooks, Scott; Tavernier, Kluivert, Semenyo; Evanilson.
Varamenn: Dennis, Araujo, Soler, Smith, Diakite, Adli, Kroupi Jr, Unal, Rees-Dottin.



Nott. Forest: John, Williams, Murillo, Milenkovic, Zinchenko, Anderson, Dominguez, Hudson-Odoi, Gibbs-White, Hutchinson, Jesus
Varamenn: Sels; Morato, Awoniyi, Luiz, Kalimuendo, McAtee, Bakwa, Savona, Abbott.

Everton: Pickford, Patterson, Tarkowski, O'Brien, Myoklenko, Garner, Iroegbunam, Dibling, Rohl, McNeil, Barry.
Varamenn: Travers, King, Beto, Grealish, Aznou, Graham, Welch, Campbell, Bates.



Burnley: Dubravka, Walker, Laurent, Esteve, Ekdal, Pires, Florentino, Ugochukwu, Tchaouna, Edwards, Broja
Varamenn: Weiss, Larsen, Anthony, Humphreys, Sonne, Tresor, Banel, Barnes, Pimlott

Newcastle: Pope, Hall, Schar, Thiaw, Miley, Joelinton, Tonali, Bruno, Barnes, Gordon, Wissa
Varamenn: Ramsdale, Woltemade, Willock, J.Murphy, A.Murphy, Shahar, Neave, Ramsey, Alabi



West Ham: Areola; Walker-Peters, Todibo, Kilman, Scarles; Potts, Magassa, Fernandes; Paqueta, Wilson, Bowen
Varamenn: Hermansen, Summerville, Mavropanos, Rodriguez, Soucek, Earthy, Kante, Golambeckis, Mayers

Brighton: Verbruggen, Kadioglu, De Cuyper, Dunk, Van Hecke, Veltman, Milner, Ayari, Minteh, Gomez, Welbeck
Varamenn: Steele, Gruda, Hinshelwood, Georginio, Koustoulas, Boscagu, Mitoma, Coppola
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 18 13 3 2 33 11 +22 42
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 18 12 3 3 29 19 +10 39
4 Liverpool 18 10 2 6 30 26 +4 32
5 Chelsea 18 8 5 5 30 19 +11 29
6 Man Utd 18 8 5 5 32 28 +4 29
7 Sunderland 18 7 7 4 20 18 +2 28
8 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
9 Crystal Palace 18 7 5 6 21 20 +1 26
10 Fulham 18 8 2 8 25 26 -1 26
11 Tottenham 18 7 4 7 27 23 +4 25
12 Everton 18 7 4 7 18 20 -2 25
13 Brighton 18 6 6 6 26 25 +1 24
14 Newcastle 18 6 5 7 23 23 0 23
15 Bournemouth 18 5 7 6 27 33 -6 22
16 Leeds 18 5 5 8 25 32 -7 20
17 Nott. Forest 18 5 3 10 18 28 -10 18
18 West Ham 18 3 4 11 19 36 -17 13
19 Burnley 18 3 3 12 19 34 -15 12
20 Wolves 18 0 2 16 10 39 -29 2
Athugasemdir
banner