Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
banner
   þri 30. desember 2025 18:13
Ívan Guðjón Baldursson
Afríkukeppnin: Chukwueze með tvær stoðsendingar
Tansanía og Túnis fara upp úr riðlinum
Nígería endaði með fullt hús.
Nígería endaði með fullt hús.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Tveimur fyrstu leikjum dagsins er lokið í Afríkukeppninni þar sem Nígería og Túnis mættu til leiks í lokaumferð C-riðils.

Nígería spilaði við Úganda og hvíldi Éric Chelle lykilmenn sína enda var þjóðin búin að tryggja sér sæti í útsláttarkeppninni fyrir upphafsflautið.

Varalið Nígeríu tók forystuna í fyrri hálfleik þegar Paul Onuachu, fyrrum leikmaður Southampton, kom boltanum í netið.

Úganda missti mann af velli með rautt spjald í síðari hálfleik og innsiglaði Raphael Onyedika sigurinn með tvennu á fimm mínútna kafla, eftir stoðsendingar frá Samuel Chukwueze sem leikur með Fulham á láni frá AC Milan.

Tíu leikmenn Úganda minnkuðu muninn á lokakaflanum en komust aldrei nálægt því að bjarga stigi. Lokatölur 1-3 og fer Nígería upp úr riðlinum með fullt hús stiga. Úganda endar með eitt stig.

Túnis og Tansanía fara upp úr riðlinum ásamt Nígeríu eftir jafntefli í afar tíðindalítilli innbyrðisviðureign.

Ismael Gharbi tók forystuna fyrir Túnis með marki úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks og jafnaði Feisal Salum í upphafi síðari hálfleiks.

Lítið sem ekkert var um færi og urðu lokatölur 1-1. Túnis endar með fjögur stig í öðru sæti riðilsins og fer því áfram í næstu umferð.

Tansanía endar í þriðja sæti með tvö stig og fer áfram á skoruðum mörkum. Fjögur liðin með besta árangurinn í þriðja sæti sinna riðla fara áfram í útsláttarkeppnina og er Tansanía jöfn Angólu og Kómoreyjum á stigum. Tansanía og Angóla eru bæði með -1 í markatölu en Tansanía hefur skorað fleiri mörk og heldur því áfram keppni.

Úganda 1 - 3 Nígería
0-1 Paul Onuachu ('28 )
0-2 Raphael Onyedika ('62 )
0-3 Raphael Onyedika ('67 )
1-3 Rogers Mato ('75 )
Rautt spjald: Salim Magoola, Uganda ('56)

Tansanía 1 - 1 Túnis
0-1 Ismael Gharbi ('43 , víti)
1-1 Feisal Salum ('48 )
Athugasemdir
banner
banner