Ýmsar stjörnur úr fótboltaheiminum voru í stuði í sádi-arabíska boltanum í dag þar sem Joao Félix og Cristiano Ronaldo skoruðu sitthvort markið fyrir topplið Al-Nassr.
Al-Nassr var með fullt hús stiga en lenti undir gegn Al-Ettifaq í dag þegar Georginio Wijnaldum tók forystuna í fyrri hálfleik. Ronaldo og félögum tókst að snúa stöðunni við eftir leikhlé en Wijnaldum gerði jöfnunarmark á lokakaflanum svo lokatölur urðu 2-2, þrátt fyrir mikla yfirburði gestanna í liði Al-Nassr.
Al-Nassr er með 31 stig eftir 11 umferðir, fimmtán stigum fyrir ofan Al-Ettifaq sem er um miðja deild.
Inigo Martínez, Kingsley Coman, Marcelo Brozovic og Moussa Dembélé voru einnig meðal byrjunarliðsmanna í leiknum.
Ivan Toney og Roger Ibanez skoruðu þá mörkin er Al-Ahli lagði Al-Fayha að velli. Galeno lagði bæði mörkin upp og var Merih Demiral einnig í byrjunarliðinu. Al-Ahli, sem leikur undir stjórn Matthias Jaissle, er í fjórða sæti deildarinnar með 22 stig eftir 11 umferðir, fjórum stigum frá meistaradeildarsæti.
Chris Smalling var á sínum stað í byrjunarliði Al-Fayha sem er í neðri hlutanum með 12 stig.
Að lokum sigraði Damac á útivelli gegn Al-Okhdood þar sem Valentín Vada gerði eina markið snemma leiks. Liðin mættust í fallbaráttuslag.
Al-Ettifaq 2 - 2 Al-Nassr
1-0 Georginio Wijnaldum ('16)
1-1 Joao Felix ('47)
1-2 Cristiano Ronaldo ('67)
2-2 Georginio Wijnaldum ('80)
Al-Ahli 2 - 0 Al-Fayha
1-0 Ivan Toney ('6)
2-0 Roger Ibanez ('64)
Al-Okhdood 0 - 1 Damac
0-1 Valentin Vada ('5)
Athugasemdir





