Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 04. apríl 2020 10:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gætu hækkað aldurstakmarkið á Ólympíuleikunum 2021
Neymar fór fyrir liði Brasilíu sem vann Ólympíuleikana 2016.
Neymar fór fyrir liði Brasilíu sem vann Ólympíuleikana 2016.
Mynd: Getty Images
FIFA gæti hækkað aldurstakmarkið fyrir leikmenn í karlaflokki á Ólympíuleikunum í Tókýó á næsta ári.

Ólympíuleikarnir áttu að fara fram í sumar en þeim var frestað til 2021 vegna kórónuveirufaraldursins.

Í karlaflokki eru reglurnar þannig að leikmannahópar verða að vera skipaðir leikmönnum 23 ára og yngri. Undantekning er fyrir þrjá leikmenn í hverju liði sem mega vera eldri en aldurstakmarkið segir til um.

Þar sem leikunum var frestað þá er FIFA að íhuga að leyfa þeim leikmönnum sem voru gjaldgengir fyrir mótið í ár að taka þátt á næsta ári, jafnvel þó svo að einhverjir leikmenn verði orðnir 24 ára. Að leikmenn sem hafi fæðst 1. janúar 1997 eða eftir þá dagsetningu megi enn spila á mótinu.

Brasilía er ríkjandi meistari á Ólympíuleikum karla og er Þýskaland ríkjandi meistari kvenna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner