Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 04. apríl 2020 10:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verða James og Bale liðsfélagar Gylfa?
Powerade
Fer Bale á Goodison Park?
Fer Bale á Goodison Park?
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur verið tjáð að félagið eigi engan möguleika á því að kaupa Harry Kane.
Manchester United hefur verið tjáð að félagið eigi engan möguleika á því að kaupa Harry Kane.
Mynd: Getty Images
Varane, Costa, Bale, Coutinho, Kane og fleiri góðir koma við sögu í slúðrinu í dag.

Spænska stórveldið Real Madrid ætlar að hafna öllum tilboðum sem félagið fær í sumar frá Manchester City í miðvörðinn Raphael Varane (26). (Star)

Arsenal er að fylgjast með Cesar Gelabert (19), ungum framherja Real Madrid. Arsenal gæti reynt að fá hann í sumar. (Mirror)

Ítalíumeistarar Juventus eru tilbúnir að bjóða kantmanninn Douglas Costa (29) til Manchester City sem hluta af kaupverðinu fyrir Gabriel Jesus (23). (Calciomercato)

Ef Liverpool fær Timo Werner (24) frá RB Leipzig þá mun Jurgen Klopp leyfa Rhian Brewster (20) að fara á láni í annað tímabil. (Express)

Það verður ærið verkefni fyrir Celtic í Skotlandi að halda norska miðverðinum Kristoffer Ajer (21) þar sem AC Milan er íhuga að reyna að fá hann. (Calciomercato)

Carlo Ancelotti, stjóri Everton, er metnaðarfullur og ætlar að reyna að sannfæra Gareth Bale (30) og James Rodriguez (28), leikmenn Real Madrid, að koma til félagsins. (Mail)

Chelsea er í viðræðum við Brasilíumanninn Philippe Coutinho (27), sem er í augnablikinu í láni hjá Bayern München frá Barcelona. (Sun)

Paris Saint-Germain hefur bæst við í baráttuna um Achraf Hakimi (21), bakvörð Real Madrid sem er í láni hjá Borussia Dortmund. Chelsea hefur einnig áhuga á honum. (Sun)

Manchester United hefur verið tjáð að félagið eigi engan möguleika á því að kaupa Harry Kane (26) þar sem sóknarmaðurinn er með samning við Tottenham til 2024. (MEN)

Varnarmaðurinn Matthijs de Ligt (20) er á óskalista Manchester United en sagt er að hann hafi átt í basli með að aðlagast hjá Juventus. (Express)

Newcastle hefur ekki gefist upp á miðjumanninum Boubakary Soumare (21), sem leikur með Lille í Frakklandi, þrátt fyrir að Real Madrid hafi einnig áhuga. (Sport)

Liverpool hefur einnig áhuga á Soumare og er í viðræðum um að fá hann. (Teamtalk)
Athugasemdir
banner
banner