Eftir að hafa tapað á dramatískan hátt fyrir Valsmönnum í fyrstu umferð munu KR-ingar heimsækja Stjörnuna í Garðabæ á sunnudag. Leikurinn átti að vera heimaleikur KR en þar sem völlurinn í Vesturbænum er í frekar slæmu standi víxluðu félögin á heimaleikjum.
„Það er alltaf gaman að spila við Stjörnuna, eitt besta lið deildarinnar. Þetta verður erfiður leikur fyrir okkur. Að sjálfsögðu hefði ég viljað spila leikinn á heimavelli en aðstæður eru þannig á vellinum að það eru viðgerðir eftir að lagt var í hann vökvunarkerfi," segir Rúnar.
„Aðstæður til að spila fótbolta eru ekki nægilega góðar og gætu mögulega skapað hættu fyrir leikmenn. Stjarnan tók vel í að breyta og ég held að það sé mjög jákvætt. Ég tel að þetta sé best fyrir alla; áhorfendur, leikmenn og grasið."
Unnið að því að ná upp meira spili
KR skoraði sjö mörk í bikarleik gegn Aftureldingu í vikunni og segir Rúnar að það sé jákvætt fyrir menn.
„Við þurfum að bæta leik okkar aðeins frá því gegn Val og reyna að ná upp meira spili. Við æfðum þessa þætti í Mosfellsbænum og við fengum í gang hluti sem við ætlum að vinna með."
Sjáðu viðtalið við Rúnar í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
2. umferð Pepsi-deildarinnar:
sunnudagur 6. maí
16:00 ÍBV-Fjölnir (Hásteinsvöllur)
17:00 Fylkir-KA (Egilshöll)
19:15 Stjarnan-KR (Samsungvöllurinn)
mánudagur 7. maí
19:15 Keflavík-Grindavík (Nettóvöllurinn)
19:15 Víkingur R.-Valur (Víkingsvöllur)
19:15 FH-Breiðablik (Kaplakrikavöllur)
Athugasemdir