Liverpool og Barcelona hafa áhuga á Alvarez - Bilic gæti tekið við West Ham - Man Utd ætlar að fá inn markvörð næsta sumar
Gagnrýnin réttmæt - „Auðvitað á hún rétt á sér þegar við eigum að vera í þessari toppbaráttu“
Túfa: Leikurinn sýndi hvert íslenska deildin er komin í dag
Dóri Árna: Sé ekki betur en að Hólmar hoppi upp og slái í boltann - Vona að ég hafi rangt fyrir mér
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
   fös 04. maí 2018 11:00
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Kristins: Jákvætt fyrir alla að leikurinn var færður
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir að hafa tapað á dramatískan hátt fyrir Valsmönnum í fyrstu umferð munu KR-ingar heimsækja Stjörnuna í Garðabæ á sunnudag. Leikurinn átti að vera heimaleikur KR en þar sem völlurinn í Vesturbænum er í frekar slæmu standi víxluðu félögin á heimaleikjum.

„Það er alltaf gaman að spila við Stjörnuna, eitt besta lið deildarinnar. Þetta verður erfiður leikur fyrir okkur. Að sjálfsögðu hefði ég viljað spila leikinn á heimavelli en aðstæður eru þannig á vellinum að það eru viðgerðir eftir að lagt var í hann vökvunarkerfi," segir Rúnar.

„Aðstæður til að spila fótbolta eru ekki nægilega góðar og gætu mögulega skapað hættu fyrir leikmenn. Stjarnan tók vel í að breyta og ég held að það sé mjög jákvætt. Ég tel að þetta sé best fyrir alla; áhorfendur, leikmenn og grasið."

Unnið að því að ná upp meira spili
KR skoraði sjö mörk í bikarleik gegn Aftureldingu í vikunni og segir Rúnar að það sé jákvætt fyrir menn.

„Við þurfum að bæta leik okkar aðeins frá því gegn Val og reyna að ná upp meira spili. Við æfðum þessa þætti í Mosfellsbænum og við fengum í gang hluti sem við ætlum að vinna með."

Sjáðu viðtalið við Rúnar í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.

2. umferð Pepsi-deildarinnar:

sunnudagur 6. maí
16:00 ÍBV-Fjölnir (Hásteinsvöllur)
17:00 Fylkir-KA (Egilshöll)
19:15 Stjarnan-KR (Samsungvöllurinn)

mánudagur 7. maí
19:15 Keflavík-Grindavík (Nettóvöllurinn)
19:15 Víkingur R.-Valur (Víkingsvöllur)
19:15 FH-Breiðablik (Kaplakrikavöllur)
Athugasemdir
banner
banner