

Liverpool var nálægt því að landa Marc Guehi undir lok gluggans, en nú er talið að hann vilji fara til Real Madrid
Margir góðir molar eru í Powerade-slúðurpakka dagsins á þessum ágæta sunnudegi en Arsenal, Liverpool og Manchester United koma öll fyrir í pakkanum.
Marc Guehi (25), fyrirliði Crystal Palace, hefur tjáð umboðsmanni sínum að hann vilji helst fara til Real Madrid næsta sumar eftir að félagaskipti hans til Liverpool duttu upp fyrir. (Mirror)
Barcelona hefur eyrnamerkt Erling Braut Haaland (25) sem arftaka Robert Lewandowski. (Football Insider)
Englandsmeistarar Liverpool eru að fylgjast með stöðu kamerúnska miðjumannsins Carlos Baleba (25). Þessi 21 árs gamli landsliðsmaður er einnig á óskalista Manchester United. (Teamtalk)
Arsenal og Tottenham eru meðal margra úrvalsdeildarfélaga sem hafa áhuga á Oihan Sancet (25), miðjumanni Athletic og spænska landsliðsins. (Fichajes)
Man Utd er reiðubúið að bjóða Real Madrid að fá enska landsliðsmanninn Kobbie Mainoo (20) og pening til að fá úrúgvæska miðjumanninn Federico Valverde (27), en Real Madrid vill ekki selja. (Goal)
Bayern München og Man Utd eru áhugasöm um að fá Frenkie De Jong (28), miðjumann Barcelona og hollenska landsliðsins, en samningur hans rennur út næsta sumar. (Fichajes)
Vonir enska sóknarmannsins Marcus Rashford (27) um að gera skipti sín til Barcelona varanleg þykja ólíkleg vegna launaþaks La Liga-deildarinnar. Rashford er á láni hjá Barcelona en fjárhagsreglur gætu haft áhrif á að hann fari alfarið þangað. (Daily Mail)
Belgíski markvörðurinn Senne Lammens (23) hafnaði því að ganga í raðir Aston Villa og fór frekar til Man Utd. Villa sá hann sem mögulegan arftaka Emiliano Martínez hefði Argentínumaðurinn farið frá félaginu. (Birmingham Live)
Umboðsmaður hollenska miðjumannsins Xavi Simons (22) segir hann ekki sjá eftir því að hafa farið til Tottenham eftir að félagaskipti hans til Chelsea duttu upp fyrir. (Metro)
Athugasemdir