Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 04. maí 2021 13:57
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Mín skoðun 
Guthrie: Mun hafa mikil áhrif á liðið þegar ég er kominn í form
Danny Guthrie er 34 ára.
Danny Guthrie er 34 ára.
Mynd: Getty Images
Hann hóf atvinnumannaferil sinn með Liverpool en er sennilega þekktastur fyrir tíma sinn hjá Newcastle og Reading.
Hann hóf atvinnumannaferil sinn með Liverpool en er sennilega þekktastur fyrir tíma sinn hjá Newcastle og Reading.
Mynd: Getty Images
Mynd: Fram
Það bárust stór tíðindi úr Lengjudeildinni þegar Fram tilkynnti að félagið hefði samið við Danny Guthrie sem leikið hefur yfir 100 leiki í ensku úrvalsdeildinni.

Sjá einnig:
Hvernig endar Danny Guthrie í Fram?

Valtýr Björn Valtýsson spjallaði við Guthrie í dagí hlaðvarpsþætti sínum Mín skoðun.

„Við erum að skoða flug núna, við vorum að bíða eftir niðurstöðu úr skimun og hún var neikvæð. Í besta falli þá kem ég með flugi á morgun," segir Guthrie.

„Ég er mjög spenntur. Eg hef verið að ræða við Fram síðustu daga og er spenntur eftir að hafa rætt við formanninn og þjálfarann um félagið. Þeir útskýrðu fyrir mér félagið og sögu þess. Ég er sigurvegari og vil vinna, ég vil vinna hvern einasta leik."

„Ég er samningslaus og hér á Bretlandseyjum er tímabilið komið á lokastig og þetta er góð lausn. Ég er viss um að félagið sé spennt fyrir því að fá mig líka," segir Guthrie sem fer yfir það hvernig það atvikast að hann sé mættur í íslenska boltann.

„Einfalda skýringin er sú að tímabilin í Evrópu er að klárast en tímabilið á Íslandi er rétt að byrja. Fram hafði samband við mig ég er spenntur fyrir því. Ég er 34 ára og mikilvægt að ég vinni með metnaðarfullu fólki og metnaðarfullu félagi. Fram fellur í þann flokk og ef ég get hjálpað til innan og utan vallar á þeim stutta tíma sem ég verð þarna þá er það frábært. Ég elska að spila fótbolta og þetta er spennandi. Það skiptir mig ekki mestu máli í hvaða landi ég spila heldur hvernig félagið er og fólkið sem ég vinn með, að mér líði vel."

Guthrie yfirgaf Walsall fyrr á þessu ári.

„Leiðir okkar skildu í janúar af fjárhagslegum ástæðum. Faraldurinn gerir það að verkum að síðasta ár hefur verið mjög erfitt fyrir félög í Bretlandi. Það hafa ekki verið neinir áhorfendur og það var samkomulag milli mín og félagsins að leiðir myndu skilja. Ég hef verið að leita að rétta tækifærinu síðan og nú finnst mér að þetta sé rétta skrefið," segir Guthrie sem ekki hefur spilað síðan í janúar.

Hann viðurkennir að standið sé ekki það besta og það séu nokkrar vikur í að hann geti nýst Fram almennilega á vellinum.

„Ég er í góðu formi miðað við meðalmann en hvað varðar fótboltann er ég samt ekki í góðu standi núna til að keppa. Félagið er meðvitað um það. Þegar ég kem til Íslands þarf ég tvær til þrjár vikur til að koma mér í form til að spila. Ég er 34 ára og líkaminn er aðeins hægari en fyrir tíu árum. Ef ég flýti mér of mikið er hætta á vöðvameiðslum og við verðum að undirbúa þetta rétt. Þegar ég verð klár er ég viss um að ég muni hafa mikil áhrif á liðið en við verðum að sýna smá þolinmæði."

Fram endaði í þriðja sæti Lengjudeildarinnar í fyrra og mun mæta Víkingi Ólafsvík í fyrstu umferð nýs tímabils á fimmtudaginn.

Hæg er að hlusta á viðtalið við Guthrie í heild sinni í hlaðvarpsþættinum Mín skoðun.
Athugasemdir
banner
banner