Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 04. júní 2023 16:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rashford og Smalling í liði ársins
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Marcus Rashford er eini leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar sem kemst inn í draumalið ársins í Evrópudeildinni, en Manchester United var slegið út í 8-liða úrslitum keppninnar.


Sevilla sló Rauðu djöflana úr leik og stóð að lokum uppi sem sigurvegari eftir afar nauma sigra gegn Juventus í undanúrslitum og Roma í úrslitaleiknum.

Sevilla á fjóra leikmenn í liði ársins í Evrópudeildinni rétt eins og Roma, en Bayer Leverkusen og Union Saint-Gilloise eiga einn fulltrúa hvort.

Chris Smalling er einn af tveimur Englendingum í draumaliðinu og þá er Paulo Dybala einn af tveimur Argentínumönnum. Aðrar þjóðir eiga aðeins einn fulltrúa á haus.

Markvörður:
Yassine Bounou (Sevilla, Marokkó)

Varnarmenn:
Jesus Navas (Sevilla, Spánn)
Jonathan Tah (Leverkusen, Þýskaland)
Chris Smalling (Roma, England)
Marcos Acuna (Sevilla, Argentína)

Miðjumenn:
Ivan Rakitic (Sevilla, Króatía)
Nemanja Matic (Roma, Serbía)
Lorenzo Pellegrini (Roma, Ítalía)

Sóknarmenn:
Paulo Dybala (Roma, Argentína)
Marcus Rashford (Man Utd, England)
Victor Boniface (Union SG, Nígería)



Athugasemdir
banner
banner
banner