Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 04. júlí 2018 15:00
Elvar Geir Magnússon
Upplýsingar skrifaðar á vatnsbrúsa Pickford
Pickford fagnar með liðsfélögum sínum eftir leik.
Pickford fagnar með liðsfélögum sínum eftir leik.
Mynd: Getty Images
Markvörðurinn Jordan Pickford var hetja Englendinga í gær þegar hann varði meistaralega frá Carlos Bacca í vítaspyrnukeppninni gegn Kólumbíu. Englendingar unnu og mæta Svíum í 8-liða úrslitum á laugardaginn.

Eins og fjallað hefur verið um voru Englendingar vel undirbúnir fyrir vítakeppni enda hafa þeir farið flatt úr slíkum keppnum á stórmótum.

Mirror segir að Pickford hafi verið með „nótur" skrifaðar á vatnsbrúsann sinn með helstu upplýsingum um spyrnumenn Kólumbíu og hvar á markið þeir væru líklegir til að skjóta.

Hvort þessar upplýsingar hafi gert gæfumuninn er ómögulegt að vita en England fór allavega áfram!

„Ég vann mína rannsóknarvinnu. Ég er með kraft og lipurð. Ég er ekki stærsti markvörður í heimi og mér er sama. Þetta snýst um að vera mættur á réttu augnabliki og verja, og ég gerði það," sagði Pickford eftir leik.
Athugasemdir
banner