Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 04. júlí 2020 22:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bukayo Saka: Draumur að spila fyrir þetta félag
Stjórinn fékk fimmu.
Stjórinn fékk fimmu.
Mynd: Getty Images
Bukayo Saka, 18 ára gamall leikmaður Arsenal, hefur átt skrambi góða viku. Hann skrifaði undir nýjan langtíma samning við Arsenal og í dag var hann maður leiksins þegar Arsenal vann útisigur gegn Wolves.

„Þetta eru stór úrslit fyrir okkur. Við vitum hversu góðir Úlfarnir eru og við vissum hversu erfitt þetta yrði. Við börðumst fyrir hverjum einasta bolta."

„Þetat er búin að vera vika sem ég mun muna eftir alla tíð. Þú sérð hvað knattspyrnustjórinn er að byggja upp og ég treysti mér því til að skuldbinda mig hérna."

Mark Saka í leiknum má sjá hérna. „Ég vissi að það yrði bil á fjærstönginni og ég reyndi að stýra boltanum þangað."

„Við börðumst fyrir hvorn annan og þess vegna náðum við að koma sigrinum yfir línuna. Mér finnst eins og við séum sterkari liðsheild en áður."

„Ég er 18 ára og það hefur verið draumur fyrir mig að spila fyrir þetta félag. Ég spila hvar sem stjórinn vill að ég spili. Það er draumur að vera hérna."

Saka er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað bæði í bakverði og á kanti. Hann hefur sprungið út á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner