Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 04. júlí 2020 10:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Inter að kaupa Sanchez - Thiago seldur til Liverpool?
Powerade
Verður Sanchez seldur í sumar?
Verður Sanchez seldur í sumar?
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur sýnt Thiago áhuga.
Liverpool hefur sýnt Thiago áhuga.
Mynd: Getty Images
Laugardagsslúðrið tekið saman af BBC og í boði Powerade.



Pierre-Emerick Aubameyang (31) framherji Gabon og Arsenal vill nýjan þriggja ára samning og 250 þúsund pund í vikulaun. (ESPN)

Man Utd er tilbúið í að sýna þolinmæði gagnvart kaupum Jadon Sancho og er staðráðið í að borga ekki meira en 50 milljónir fyrir hinn tvítuga kantmann. (INEWS)

Chelsea er að íhuga kaup á Pau Torres (23) miðverði Villarreal. Arsenal, Barca, Man City og Man Utd hafa áhuga. (Mail)

Tottenham neitaði boði Juventus um að skipta á Tanguy Ndombele (23) og Aaron Ramsey (29). (Telegraph)

Everton vill fá John Stones (26) aftur frá Manchester City. (Sun)

Steve Bruce, stjóri Newcastle, voast til að sannfæra Matty Longstaff (20) um að endursemja við félagið. Udinese hefur áhuga. (SkySports)

Bruce útilokar þá að Allan Saint-Maximin (23) gæti verið á förum í sumar. (Guardian)

Erik Garcia (19) mun skrifa undir fimm ára samning við Man City í vikunni. Hann mun fá þreföldun á núverandi launum. Barcelona hefur áhuga. (Sun)

Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern Munchen, segir það rétt að Thiago Alcantara vilji fara og verður hinn 29 ára miðjumaður seldur í sumar. Liverpool hefur áhuga. (Bild)

Chelsea reynir að halda í Willian sem er að renna út á samningi hjá félagnu. (Goal)

Inter Milan er að íhuga að kaupa Alexis Sanchez frá Man Utd fyrir 18 milljónir punda. Sanchez er að láni hjá Inter þessa stundina. (Goal)

Tottenham skoðar að fá Arkadiusz Milik (26) framherja Napoli. Juve hefur einnig áhuga. (Goal)

Fiorentina vill fá Daniele de Rossi (36) sem stjóra fyrir næstu leiktíð. De Rossi er fyrrum leikmaður Roma. (Sky Sport Italia)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner