Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 04. júlí 2022 17:36
Brynjar Ingi Erluson
Alfreð æfir með Lyngby - Gæti spilað á föstudag
Alfreð Finnbogason
Alfreð Finnbogason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski framherjinn Alfreð Finnbogason æfir þessa dagana með danska úrvalsdeildarliðinu Lyngby en hann er sem stendur án félags eftir að samningur hans við Augsburg rann sitt skeið.

Alfreð, sem er 33 ára gamall, spilaði með Augsburg í sex ár en þar á undan lék hann með félögum á borð við Real Sociedad, Olympiacos, Heerenveen, Helsingborg og Lokeren í atvinnumennsku.

Framherjinn knái er í leit að nýju félagi og hefur meðal annars verið í viðræðum við sænska félagið Hammarby.

Danska vefsíðan Bold.dk greinir frá því í dag að hann sé mættur til Danmerku og er að æfa hjá Lyngby, sem tryggði sig upp í úrvalsdeildina á síðustu leiktíð.

Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby og þekkir Alfreð vel, en þeir unnu saman hjá íslenska landsliðinu.

Lyngby mætir HB Köge í æfingaleik á föstudag og er búist við því að Alfreð spili þann leik.

Framtíð hans er ekki komin á hreint en sænska blaðið Aftonbladet heldur því fram að ónefnt þýskt félag sé í viðræðum um að fá hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner