Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 04. júlí 2022 15:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi sagður vera með gott tilboð frá Tyrklandi
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson er orðaður við Galatasaray í Tyrklandi í tyrkneskum fjölmiðlum í dag.

Gylfi er án félags þessa stundina eftir að samningur hans hjá Everton rann út.

Gylfi spilaði ekkert fótbolta á síðustu leiktíð þar sem hann var handtekinn í fyrra grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Enn er í gangi rannsókn á málinu og situr Gylfi í farbanni á meðan.

Samt sem áður er fjallað um það í tyrkneskum fjölmiðlum að hann muni ganga í raðir Galatasaray á næstunni.

Marca í Tyrklandi heldur því fram að Gylfi muni fá um 276 milljónir íslenskra króna á tímabili hjá Galatasaray.

Það verður áhugavert að sjá hvað gerist, en Gylfi er enn í farbanni og getur ekki farið frá Englandi á meðan það er í gildi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner