Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 04. júlí 2022 14:56
Elvar Geir Magnússon
Segir Eriksen ekki í heimsklassa og að hann verði ekki byrjunarliðsmaður hjá Man Utd
Christian Eriksen.
Christian Eriksen.
Mynd: EPA
Danny Murphy er fyrrum leikmaður Liverpool.
Danny Murphy er fyrrum leikmaður Liverpool.
Mynd: Getty Images
Christian Eriksen hefur gert munnlegt samkomulag við Manchester United um þriggja ára samning.

Danny Murphy segir að stuðningsmenn United eigi ekki að vera of spenntir, danski miðjumaðurinn sé ekki í heimsklassa og muni ekki færa liðið nær Manchester City og Liverpool.

„Ég er hrifinn af Eriksen. Ég hef alltaf kunnað vel við sköpunarmáttinn sem hann býr yfir og hvernig hann spilar fótbolta. Hann reynir hluti, er góður í föstum leikatriðum. En væri ég spenntur ef ég væri United stuðningsmaður? Hann er að fara að vera varamaður er það ekki? Hann er ekki að fara að spila í staðinn fyrir (Bruno) Fernandes," segir Murphy á TalkSport.

Þegar Murphy er spurður að því hvort Eriksen sé heimsklassa leikmaður þá hikar hann ekki:

„Nei. Heimsklassa? Eriksen? Nei, nei, nei, nei, nei. Hann er góður fengur fyrir alla leikmannahópa því hann er með reynslu og gæði. En þegar þú horfir á stórleikina þegar United keppir við Liverpool, Man City og Chelsea. Er hann að fara að byrja? Nei, það er svarið."

„Þetta er dásamlegt tækifæri fyrir Eriksen, tækifæri til að vera aftur hjá stóru félagi. En ef United ætlar að reyna að keppa við Liverpool og City ætti félagið að vera að kaupa aðra leikmenn. Hann getur komið af bekknum og breytt leikjum en hann mun alls ekki færa United nær Liverpool og City."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner