Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 04. ágúst 2020 15:06
Elvar Geir Magnússon
Rashford kaupir golfvöll
Marcus Rashford, sóknarmaður Manchester United, hefur keypt landsvæði með einkagolfvelli.

Samkvæmt enskum götublöðum ætlar Rashford að láta byggja þar nýtt heimili.

Rashford hefur hækkað mikið í áliti fólks eftir að hafa verið virkur í góðgerðarmálum.

„Marcus veit að sem fótboltamaður er hann opinber persóna og hann vill nota stöðu sína til að framkvæma jákvæða hluti. En hann vill líka eiga möguleika á því að fara heim til sín, loka hurðinni og fá frið," segir ónafngreindur heimildarmaður The Sun.

Rashford er sjálfur ekki mikið í golfinu en líklegt er að vinir og félagar verði velkomnir í heimsókn til að taka nokkur högg.

Helsta ástæðan fyrir kaupunum á landsvæðinu er að eiga möguleika á að einangra sig frá stjörnulífinu.
Athugasemdir
banner
banner