Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 04. ágúst 2022 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sendir á námskeið til að læra kynferðislegt samþykki
Mynd: Getty Images

Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni verða allir sendir á námskeið til að læra kynferðislegt samþykki, samkvæmt grein The Telegraph. Þetta gildir ekki aðeins um alla leikmenn úrvalsdeildarinnar heldur einnig starfsteymi knattspyrnufélaganna.


Þetta eru nýjar reglur í úrvalsdeildinni eftir að sífellt fleiri kynferðisbrotamál hafa verið að koma upp meðal leikmanna. Þar má helst nefna Benjamin Mendy, Mason Greenwood og Gylfa Þór Sigurðsson.

Enska knattspyrnusambandið hefur ekki verið nægilega duglegt að koma í veg fyrir að ásakaðir leikmenn fái að spila fótbolta heldur hafa það verið knattspyrnufélögin sjálf sem setja leikmenn í bann. Nýlega hefur komið upp mál með Thomas Partey, miðjumann Arsenal sem er ásakaður af tveimur konum, en hann neitar sök og hefur Arsenal ákveðið að leyfa honum að njóta vafans. Hann gæti því tekið þátt í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar gegn Crystal Palace annað kvöld.

Nýju reglurnar voru ákveðnar eftir fund í júní á milli stjórn ensku úrvalsdeildarinnar og þriggja baráttuhópa gegn ofbeldi í garð kvenna. Baráttuhóparnir lýstu meðal annars yfir óánægju sinni með að úrvalsdeildarleikmenn gætu verið ásakaðir um og jafnvel kærðir fyrir nauðgun án þess að vera teknir úr leikmannahópinum.


Athugasemdir
banner
banner