Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   sun 04. ágúst 2024 06:00
Sölvi Haraldsson
Æfingaleikir: Liverpool vann Man Utd örugglega - Barcelona tók Real Madrid
Arne Slot hefur náð í góð úrslit á undirbúningstímabilinu.
Arne Slot hefur náð í góð úrslit á undirbúningstímabilinu.
Mynd: Getty Images

Manchester United og Liverpool mættust í æfingaleik á Williams Brice vellinum í Suður Karólínu í nótt.


Liverpool gerðu mjög vel í fyrri hálfleiknum og voru 2-0 yfir í hálfleik. Það voru þeir Fabio Carvalho og Curtis Jones sem voru á skotskónum þá.

Seinni hálfleikurinn fór einnig vel fyrir Liverpool en eina markið sem var skorað í þeim hálfleik skoraði vinstri bakvörðurinn Konstantinos Tsimikas.

3-0 sigur Liverpool á erkifjendum sínum í Manchester United því staðreynd.

Þetta var seinasti leikur United á undirbúningstímabilinu fyrir úrslitaleikinn um Samfélagsskjöldin gegn Manchester City næstkomandi föstudag.

Liverpool mætir Sevilla næstu helgi áður en þeir hefja leiktíðina gegn nýlliðum Ipswich Town á Portman Road í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool hefur unnið alla leikina sína á undirbúningstímabilinu.

Real Madrid og Barcelona mættust á MetLife vellinum í New Jersey í nótt. Leikurinn fór 2-1 fyrir Barcelona en bæði mörk Börsunga skoraði kantmaðurinn Pau Victor. Nico Paz minnkaði muninn fyrir Real Madrid þegar lítið var eftir af leiknum en það nægði ekki til.

2-1 sigur Börsunga á Real Madrid staðreynd.

Í öðrum leikjum vann Crystal Palace West Ham 3-1 og Wolves vann þýska liðið RB Leipzig örugglega 3-0.


Athugasemdir
banner
banner
banner