Man Utd og Newcastle berjast um Sesko - Chelsea vill Simons og Garnacho - Nunez til Milan?
   mán 04. ágúst 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Borga 15 milljónir evra fyrir Son
Mynd: EPA
Heung-min Son er að yfirgefa Tottenham eftir tíu ár hjá félaginu. Hann mun ganga til liðs við Los Angeles FC sem spilar í MLS deildinni í Bandaríkjunum.

Son varð eftir í Suður-Kóreu þar sem Tottenham var í æfingaferð en hann spilaði sinn síðasta leik í heimalandinu sínu gegn Newcastle í gær.

Fabrizio Romano greinir frá því að munnlegt samkomulag sé í höfn og Son sé bara að bíða eftir því að skrifa undir pappíra áður en félagaskiptin ganga formlega í gegn.

LAFC mun borga rúmlega 15 milljónir evra fyrir þennan 33 ára gamla sóknarmann.


Athugasemdir
banner
banner