Man Utd og Newcastle berjast um Sesko - Chelsea vill Simons og Garnacho - Nunez til Milan?
   mán 04. ágúst 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Galatasaray tefur fyriir skiptum Morata til Como
Mynd: EPA
Viðræður um Alvaro Morata til Como hafa staðið lengi yfir en Fabrizio Romano greinir frá því að félagaskiptin séu við það að ganga í gegn.

Morata er leikmaður AC Milan en hann var á láni hjá Galatasaray á síðustu leiktíð. Milan vildi rifta lánssamningnum til að geta selt hann til Como en Galatasaray er með kröfur.

Tyrkneska félagið borgaði 6 milljónir í lánsfé og tvær milljónir í laun. Félagið vill fá það borgað til baka áður en skiptin til Como geta gengið í gegn.

Það hefur verið nóg að gera hjá Como í sumar en félagið hefur landað leikmönnum á borð viðJesús Rodríguez, Nicolas Kühn, Martin Baturina, Jayden Addai, Máximo Perrone, Álex Valle og Fellipe Jack og hefur haldið öllum sínum sterkustu leikmönnum.

Athugasemdir
banner
banner
banner