Tottenham búið að finna arftaka Son - Donnarumma vill fara til Man Utd - Greenwood til Inter?
   mán 04. ágúst 2025 11:30
Brynjar Ingi Erluson
Isak mætti á æfingasvæðið í morgun
Mynd: EPA
Alexander Isak, leikmaður Newcastle United, mætti aftur til æfinga hjá félaginu í dag.

Hann hefur eytt síðustu dögum í San Sebastian á Spáni eftir að hafa neitað að fara með liðinu í æfingaferð til Asíu.

Framherjinn vill fara til Liverpool og verið mjög skýr með að vilja ganga í raðir Englandsmeistarana.

Eddie Howe, stjóri Newcastle, sagði í viðtali við blaðamenn í gær að Isak þyrfti að öðlast réttinn til að æfa með liðinu og slæm hegðun væri ekki boðleg þegar þú spilar fyrir Newcastle.

Hópurinn ferðaðist aftur heim til Englands í gær og lenti snemma í morgun, og fékk því frí á æfingu í dag vegna langs ferðalags. Liðið mun hefja æfingar aftur á morgun, en Sky Sports vakti athygli á því í dag að Isak hafi mætt á æfingasvæði félagsins í morgun og æft einn.

Hann mun ræða við Howe í dag eða á morgun áður en framhaldið verður ákveðið.

Liverpool lagði fram 110 milljóna punda í Isak fyrir helgi en því var hafnað umsvifalaust. Newcastle er í leit að leikmanni í stað Isak og mun Liverpool líklega ekki leggja fram annað tilboð fyrr en það er klappað og klárt.


Athugasemdir
banner
banner