Tottenham búið að finna arftaka Son - Donnarumma vill fara til Man Utd - Greenwood til Inter?
   mán 04. ágúst 2025 10:52
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool kaupir efnilegan framherja frá Salford (Staðfest)
Mynd: Liverpool FC
Liverpool hefur gengið frá kaupum á enska framherjanum Will Wright frá D-deildarliðinu Salford City en þetta kemur fram í tilkynningu frá Englandsmeisturunum í dag.

Wright, sem er 17 ára gamall, þreytti frumraun sína með aðalliði Salford á síðustu leiktíð og var í sigtinu hjá mörgum félögum á Englandi.

Arsenal var með í baráttunni í Wright en Englendingurinn valdi Liverpool og hefur hann nú formlega gengið frá félagaskiptum sínum til félagsins.

Liverpool greiðir um það bil 200 þúsund pund fyrir Wright sem skrifaði undir þriggja ára samning í dag.

Hann mun æfa og spila með U21 árs liðinu á komandi leiktíð, en hann fékk leyfi til að spila sinn fyrsta leik með liðinu í markalausu jafntefli gegn Hull City á dögunum.




Athugasemdir
banner
banner