Real Madrid staðfesti komu Franco Mastantuono frá River Plate í júní en hann gengur formlega til liðsins þann 14. ágúst þegar hann hefur náð 18 ára aldri.
Mastantuono er sóknarmaður en hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið River Plate á síðasta ári. Þá lék hann sinn fyrsta leik fyrir A-landslið Argentínu í júní.
Mastantuono er sóknarmaður en hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið River Plate á síðasta ári. Þá lék hann sinn fyrsta leik fyrir A-landslið Argentínu í júní.
Daniel Brizuela, fyrrum yfirmaður njósnadeildarinnar hjá River Plate, uppgötvaði Mastantuono þegar hann var aðeins níu ára gamall. Hann segir að leikmaðurinn sé fullkominn fyrir Real Madrid.
„Mastantuono er erfingi tíunnar í argentínska landsliðinu. Hann er frumgerð evrópsks knattspyrnumanns. Ég sagði alltaf að honum væri ætlað að spila fyrir Real Madrid,“
Athugasemdir