Tottenham búið að finna arftaka Son - Donnarumma vill fara til Man Utd - Greenwood til Inter?
   mán 04. ágúst 2025 12:58
Brynjar Ingi Erluson
Rashford opnaði markareikninginn hjá Barcelona
Rashford er kominn á blað hjá Barcelona!
Rashford er kominn á blað hjá Barcelona!
Mynd: EPA
Marcus Rashford skoraði sitt fyrsta mark í treyju Barcelona er liðið vann 5-0 stórsigur á Daegu í æfingaleik í Suður-Kóreu í dag.

Rashford kom til Barcelona á láni frá Manchester United í síðasta mánuði og var að spila þriðja leik sinn með spænska liðinu.

Börsungar voru þremur mörkum yfir þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Gavi skoraði tvö og Robert Lewandowski eitt, en Rashford kom inn af bekknum í hálfleik ásamt tíu öðrum.

Hinn 17 ára gamli Toni Fernandez bætti við fjórða markinu áður en Rashford skoraði fimmta og síðasta mark liðsins.

Eric Garcia kom með bolta inn á miðjan teiginn á Rashford sem skaut föstu skoti í hægra hornið. Flott mark hjá Englendingum.

Barcelona mætir Como í síðasta æfingaleik sumarsins á sunnudag áður en það mætir Mallorca í 1. umferð La Liga laugardaginn 16. ágúst.


Athugasemdir
banner
banner
banner